Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for janúar, 2011

Eru jólin búin? Kom ég eitthvað heim? Hvert fór janúar?

Þetta eru helstu íhugunarefni hugans þessa dagana. Ég er mætt til ævintýraborgarinnar Würzburgar aftur eftir yndislegat jólafrí með fjölskyldu og vinum á Íslandi og finnst einhvern veginn eins og ég hafi ekkert farið heim 😉 Á það ekki líka bara að vera þannig?

Ég er þó ekki ein á ferð í þetta skiptið heldur er ég svo heppin að hafa hana Helgu Guðrúnu með mér og njóta hennar félagsskaps í nokkra mánuði! Ég efast ekki um að þessi tími eigi eftir að vera yndislegur og við vonumst að sjálfsögðu til þess að fá fullt af heimsóknum! 😉

Fyrsta vikan var góð! Helga Guðrún byrjaði í þýskuskólanum og líkar vel. Ég er nú þegar búin að fara í 3 söngtíma og allt að komast í gang aftur. Þýskuskólinn minn er ennþá í fríi en ég fer í próf um miðjan febrúar og byrja svo vonandi aftur í tímum í lok febrúar. Ég nýti þess vegna tímann minn þessa dagana í að vera veik, syngja eins og ég fái borgað fyrir það og glugga af og til í þýskubækur 🙂

Borgin tók vel á móti okkur og íbúðin litla var á sínum stað. Að vísu voru flóð í ánni Main fyrstu dagana þar sem heilu göturnar og hálfu húsin fóru undir vatn en það er allt komið í samt lag aftur. Íbúar Würzburgar virtust ekki kippa sér mikið upp við þetta en þeir voru nokkrir túristarnir sem tóku upp myndavélina sína, þar á meðal við! Ég lofa því myndum í næsta bloggi 🙂

Á mánudaginn er svo loksins komið að þeirri stóru stund að flytja niðrí miðbæ! Við gætum ekki verið heppnari með staðsetningu og erum orðnar ansi spenntar fyrir flutningunum 🙂

En nú er bókasafnið að loka og kominn tími á að elda sér eitthvað gott í gogginn. Hver veit nema ég verði bara komin með nettengingu HEIM TIL MÍN næst þegar ég set inn færslu! 😉

Liebe Grüße

Kristrún

Read Full Post »