Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for október, 2008

Sooooo true!!

Bryndís…þetta var það sem ég þurfti…smá reality check!! 😉 

Ég er samt í alveg jafn miklum vandræðum með um hvað ég á að blogga! Maður á ekki að láta líða svona langt á milli færslna, alltof mikið skemmtilegt að segja sem engan veginn getur komist fyrir í einni „lásí“ bloggfærslu 🙂 

Hvernig væri að koma bara með hápunkta síðustu þriggja mánaða og reyna svo að vera duglegri hér eftir?? Samþykkt?? Já já! 

  • Í ágúst fór ég á Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi og tók þar þátt í söngnámskeiðinu þar sem kennarar voru Auður Gunnarsdóttir (mín) og Gunnar Guðbjörnsson. Geggjað stuð!
  • Í september hlotnaðist mér sá heiður að fá að taka þátt í masterclassi hjá Galinu Pisarenko, rússneskri óperusöngkonu, sem haldið var í Salnum 🙂 Fyrsta alvöru masterclassið mitt! Það var æðisleg viðbót í upplifunar-og reynslubankann! 😉 
  • Ég fór á reunion hjá gamla útskriftarbekknum í Hvolsskóla 🙂 Mikið erum við orðin gömul eitthvað!
  • Hákon Kári litla mús varð stór mús þann 6.október síðastliðinn, 4 ára strákur! Hann er að fara að eignast ogguponsu músarsystkin í desember 🙂 
  • Anna Guðrún ≤3 xxxxx (sorry en þetta er bara hápunktur!!) 😀
  • 23.okt voru fyrstu tónleikarnir í söngskólanum þar sem við sýndum atriði úr söngleikjum Bernstein, West side story og Candide. Troðfylltum húsið alveg!! Og eftir tónleikana voru dásemdar veitingar í boði skólans…;) 

Og nú man ég ekki meir!

Ég ætla að skella mér austur í sveitasæluna í dag og verð líklegast fram yfir helgi 🙂 Er að fara að dæma í söngkeppni annað kvöld, 100 ára afmæli Hvolsskóla á föstudaginn og kannski barnapössun á laugardaginn 🙂

Haldið áfram að njóta lífsins þrátt fyrir erfiða tíma!!

Kristrún bjartsýna 🙂 

p.s. kann einhver að setja inn myndir með bloggunum hérna á wordpress?

Read Full Post »