Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for ágúst, 2008

…..íííííííí 😀

Loksin Loksins!! Þjóðhátíðarlausa verslunarmannahelgin er afstaðin…og ég er ennþá á lífi!! Það stóð tæpt á tímabili en því var bjargað með því að fara aftur í vinnuna og detta í það með yfirmönnunum 😀 (Slapp nefnilega við það að taka barvaktina öll þrjú kvöldin, og hætti því um 9). Í gærkvöldi birtist svo Berglind vinkona óvænt…af hennar hálfu líka!! Hún hafði ekki hugmynd um að ég ynni þarna (reyndar held ég að hún hafi ekkert verið alveg viss um hvar hún var heldur) Borgarstelpur… 😉

 Nú er ég búin að vera að vinna í laaaaanga 8 daga og fæ loksins frí í 2 🙂 Þeim verður eytt í barnapössun og söngæfingar! Námskeiðið sem ég er að fara að taka þátt í byrjar víst næsta mánudag og ég hef ekki sungið í allt sumar…ekki seinna vænna að fara að byrja! 

Eins og þið sjáið þá geri ég lítið annað en að vinna þessa dagana og því er lítið að frétta! En ég er þó með eina frétt….soldið merkileg….eiginlega bara tilkynning? Ég var að greinast með mikið katta-og hundaofnæmi. Eins og þið vitið mörg þá er ég búin að vera með krónískt kvef og bólgur í nefinu í allan vetur og alltof oft veik þannig að ég fór til læknis til þess að reyna að finna eitthvað út úr þessu því þetta hefur jú mikil áhrif á sönginn! Og þá kom þetta í ljós! Aðeins 8 árum eftir að kötturinn kom inn á heimilið…isss…það er ekki neitt! Sennilega er stór hluti veikinda minna síðustu árin bara ofnæmi sem hefði verið hægt að komast hjá :S Ótrúlega skrítið að þurfa bara allt í einu að skipta um lífsstíl…nú má ég ekki fara inn í hús þar sem eru hundar eða kettir og náttúrulega alveg bannað að klappa hundum og köttum. Hvernig á maður að venja sig á þetta allt í einu? :O

Nóg um það…..ætla að fara að koma mér í háttinn. Ég kem í bæinn næsta sunnudag og verð í heila viku..jibbí jei…endilega verið í bandi 🙂 

Góða nótt

Kristrún þjóðhátíðarlausa!

Read Full Post »