Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for desember, 2010

Kristrún labbaði ekki á jólatré. Hún labbaði bara um alla Würzburg í leit að jólagjöfum á meðan jólasveina trúbadorinn spilaði og söng og snjónum kyngdi niður! Jólalegt eða hvað? 🙂 Og ekki skemmir fyrir að nú styttist óðum í heimkomu. Í tilefni þess hef ég ákveðið að sýna ykkur nokkrar myndir af snjónum sem ég ætla að koma með heim með mér 😉

Garðurinn minn.

Gatan mín 🙂 (efri mynd)

Nú ætla ég að taka mér smá jólafrí frá bloggheiminum!

Hlakka til að SJÁ ykkur 🙂

-Kristrún

Read Full Post »

(Ath. Þetta blogg er samið á sunnudagskvöldi en póstað á mánudegi!).

Það hlaut að koma að því. Í síðustu viku fannst mér alltof langt þangað til ég færi heim! Nú sit ég heima og pirra mig yfir því að allt sé lokað á sunnudögum því ég á eftir að gera svo agalega margt áður en ég fer heim og það eru bara 12 dagar þangað til !! 😀

Þessi vika var stútfull af þýskutímum, söngtímum, leiðinda erindum, strætóferðum, jólaglöggi, jólamarkaði og verslunarferðum! Það er seint hægt að segja að mér leiðist hérna í Würzburg. Stranga Þýskaland sér svo sannarlega um að halda mér við efnið og þess á milli reyni ég að syngja og næla mér í smá félagsskap 🙂

Ég jólaskreytti pínulítið hjá mér í dag og nú sit ég undir teppi við kertaljós og hlusta á jólalög. Í tilefni þess tel ég við hæfi að enda þessa bloggfærslu á nokkrum jólamyndum.

Jólamarkaðurinn mættur á svæðið.

Jólasyrpa.

Aðeins búið að skreyta borgina 🙂

Jólalestin: Ég er ekki búin að prufa það sjálf. En mér sýnist þetta vera pínulítið kaffihús þar sem sjálfur Jólasveinninn þjónar þér til borðs!

Fyrsti snjórinn 🙂

Ristastóra jólatréð sem óx upp úr gangstéttinni á einni nóttu.

Og enn bætist á jólaskrautið og snjóinn. Helga mín, ég lofa að reyna að taka betri myndir af snjónum í vikunni 😉

Gleðilega Aðventu!

-Kristrún.

Read Full Post »